Metabolic Borgarnesi býður upp á fjölbreytta og skemmtilega hópaþjálfun í þremur erfiðleikastigum. Í hverjum tíma er þjálfari sem leiðir upphitun, útskýrir æfingu dagsins og leiðir hópinn áfram allan tímann. Tímarnir eru ýmist með áherslur á styrk, þol eða snerpu og oftast endum við tímann á smá loka-áskorun eða „Finisher“. Hver iðkandi getur alltaf stjórnað sínum hraða en þjálfari er alltaf á kantinum til að hvetja. Fyrst og fremst er þetta frábær félagsskapur og skemmtileg líkamsrækt sem brýtur upp daginn 🙂
Það sem iðkendur hafa að segja um Metabolic…
Inga Hólmfríður
Það sem er svo frábært við metabolic tímana er að þeir eru á svo fjölbreyttum tímum, þó svo ég skrái mig oftast á sömu tímana þá er hægt að finna annan ef eitthvað klikkar eða taka fleiri æfingar yfir vikuna hvort sem er að morgni eða seinni part.
Metabolic hefur hjálpað mér að styrkja mig, fæ einnig leiðbeiningar ef eitthvað er að angra mig um hvað/hvernig á að beita sér eða hvaða æfing hentar og þh. Finnst þetta vera frábærir tímar og þjálfarinn jákvæð og hvetjandi. Þvílík himnasending, mörg ár síðan ég hef náð að stunda svo góða hreyfingu í svona langan samfelldan tíma
Margrét Freyja
Ég byrjaði í Metabolic til að koma mér af stað í hreyfingu og þetta er ákvörðun sem ég sé ekki eftir. Èg byrjaði í september 2022 og var að mæta 2x-3x í viku fyrst en er komin upp í 5x í viku núna og ég elska það! Það hefur aldrei hvarflað að mér að hætta því æfingarnar eru svo skemmtilegar! Félasskapurinn frábær og þjálfararnir algjörir snillingar.
Ég hef tekið miklum framförum í bæði þoli og styrk og èg er virkilega ánægð með mig. Hlutir sem ég hélt að ég gæti ekki, eins og armbeygjur, burpees og upphífingar, geri ég bara núna með brosi á vör.
Ég mæli 100% með Metabolic Borgarnesi fyrir fólk á öllum aldri. Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að allir geta fundið æfingu við sitt hæfi, þjálfararnir aðstoða við að skipta út því sem hentar ekki og finna annað í staðinn.
Sigurlína Kristín
Ég kynntist metabolic fyrir nokkrum árum og fannst það skemmtilegasta „íþróttin“ sem ég hafði prófað og tók því fagnandi þegar Bryndís fór að bjóða upp á svoleiðis tíma hér í Borgarnesi.
Þetta eru góðar alhliðar æfingar bæði fyrir þol og styrk og boðið upp á mismunandi erfiðleikastig svo maður getur alltaf gert æfingar við sitt hæfi og ef einhverjar æfingar henta ekki af einhverri ástæðu þá er ekkert mál að fá aðrar æfingar í staðinn, Bryndís útskýrir allar æfingarnar áður en byrjað er og hún er dugleg að fylgjast með að verið sé að gera rétt og leiðréttir ef eitthvað má betur fara sem er frábært.
Þetta eru fjölbreyttir og skemmtilegir tímar sem gerir það að verkum að manni langar að mæta á æfingu og það er mjög góður kostur.
Mæli með þessum tímum, hentar fyrir fólk á öllum aldri.

Hafðu samband:
info@metabolicborgarnesi.is
Sólbakka 7-9, 310 Borgarnesi
Símanúmer: 6613673
